Erlent

Vikið úr skóla vegna ósýnilegra bókstafa

Atli Ísleifsson skrifar
367 ósýnileg „m“ fundust á víð og dreif um skjalið.
367 ósýnileg „m“ fundust á víð og dreif um skjalið. Vísir/Getty
Nemanda í sænska bænum Jönköping hefur verið vikið úr skóla í tvær vikur eftir að hafa svindlað með bókstafinn „m“ á prófi.

Í frétt DN kemur fram að nemandinn hafi átt að skrifa fræðilegan texta, að minnsta kosti 2.700 orð að lengd.

Nemandanum tókst það, en einungis eftir að hafa komið bókstafnum „m“ fyrir á víð og dreif um skjalið í stað þess að skrifa raunveruleg orð. Nemandinn gerði bókstafina svo hvíta svo þeir virtust ósýnilegir við fyrstu sýn.

Orðatalningin í tölvunni taldi hins vegar 2.786 orð, en þar af voru 367 ósýnileg „m“ sem kennarinn tók blessunarlega eftir. Aganefnd skólans ákvað í kjölfarið að víkja nemandanum tímabundið úr skóla vegna fölsunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×