Vignir sá rautt í dramatísku jafntefli

 
Handbolti
20:23 10. FEBRÚAR 2016
Vignir í landsleik.
Vignir í landsleik. VÍSIR/DANÍEL

Lið Vignis Svavarssonar, Midtjylland, kastaði frá sér sigrinum í leik gegn Álaborg í kvöld.

Er innan við þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Midtjylland yfir 26-23. Álaborg skoraði þrjú síðustu mörkin og þar af jöfnunarmarkið átta sekúndum fyrir leikslok. Lokatöur 26-26.

Vignir fékk beint rautt spjald er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Álaborg náði að nýta sér liðsmuninn.

Línumaðurinn sterki skoraði þrjú mörk fyrir Midtjylland í leiknum úr fjórum skotum.

Midtjylland forðaðist fallsvæðið með stiginu en er eftir sem áður í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Vignir sá rautt í dramatísku jafntefli
Fara efst