Handbolti

Vignir með stórleik gegn gömlu félögunum - Aron áfram taplaus

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vignir Svavarsson spilaði mjög vel í kvöld.
Vignir Svavarsson spilaði mjög vel í kvöld. vísir/afp
Vignir Svavarsson lék sína gömlu félaga í Skjern grátt þegar Midtjylland hafði sigur í viðureign liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-27.

Gestirnir í Skjern, sem Vignir spilaði með um þriggja ára skeið frá 2005-2008, voru yfir í hálfleik, 14-13, en heimamenn sigdlu fram úr í seinni hálfleik.

Vignir skoraði sex mörk úr níu skotum og var aldrei rekinn út af í tvær mínútur. Midtjylland að gera fína hluti í deildinni með 10 stig í fimmta sæti eftir átta leiki.

Meistarar KIF Kolding Köbenhavn undir stjórn AronsKristjánssonar unnu svo enn einn sigurinn, en liðið lagði Odder Håndbold á útivelli, 28-24, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 13-13.

Lasse Andersson fór hamförum fyrir meistarana og skoraði ellefu mörk sem eru á toppi deildarinnar með 17 stig eftir níu umferðir og hafa enn ekki tapað leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×