Handbolti

Vignir grófastur í danska boltanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vignir Svavarsson er harður í horn að taka.
Vignir Svavarsson er harður í horn að taka. Vísir/Vilhelm
Þegar 16 af 26 umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta er lokið trónir Íslendingur á toppi eins lista þegar litið er yfir tölfræði deildarinnar.

Varnartröllið og landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson, leikmaður HC Midtjylland, hefur fengið flestar tveggja mínútna brottvísanir í deildinni. Hann hefur fengið 16 brottvísanir í 16 leikjum eða eina að meðaltali í leik sem þykir nú ekki slæmt fyrir mann sem spilar fasta vörn og er ansi harður í horn að taka.

Hann er einni brottvísun á undan Ásbirni Madsen hjá Mors-Thy og Stefan Hundstrup sem leikur með Bjerringbo-Silkeborg.

Vignir hefur einnig spilað sóknarleikinn í Danmörku af meiri krafti en undanfarin ár og er markahæsti Íslendingurinn í úrvalsdeildinni. Hann er búinn að skora 48 mörk í 16 leikjum, fimm mörkum meira en hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson hjá Mors-Thy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×