Innlent

Víglínan: Yfir hundrað kjarasamningar í uppnámi og alræmdasta dómsmál Íslandssögunnar

Ritstjórn skrifar
Um eða yfir hundrað kjarasamningar eru í óvissu og kann að verða sagt upp um mánaðamótin vegna drjúgra hækkana launa stjórnmálastéttarinnar í landinu með úrskurði kjararáðs.

Forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lýkur endurskoðun á forsendum kjarasamninga á almennum markaði fyrir lok næstu viku og þá liggur fyrir hvort samningunum verði sagt upp. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins koma í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessa eldfimu stöðu.

Í gær varð sögulegur áfangi í alræmdasta dómsmáli Íslandssögunnar þegar endurupptökunefnd komst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu nægar til endurupptöku mála fimm sakborninga sem fengu þunga fangelsisdóma fyrir að hafa myrt Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson sem hurfu sporlaust með nokkurra mánaða millibili fyrir fjörutíu og þremur árum.

Til að ræða þessa nýju stöðu í þessu frægasta dómsmáli sögunnar koma verjendur fjögurra sakborninga í Víglínuna, þeir Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12.20, en hægt verður að fylgjast með þættinum í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×