Handbolti

Viggó og Arnór Freyr í vandræðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Randers tapaði enn einum leiknum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið mætti Bjerringbro-Silkeborg í dag. Lokatölur 31-28, Bjerringbro-Silkeborg í vil.

Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Randers sem situr á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 14 umferðir. Randers er fimm stigum frá öruggu sæti.

Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú af þeim sex skotum sem hann fékk á sig eftir að hann kom inn í markið hjá Randers.

Með sigrinum komst Bjerringbro-Silkeborg upp fyrir Aalborg og á topp deildarinnar. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg sem getur endurheimt toppsætið með sigri á SönderjyskE seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×