Viggó markahćstur í tapi Randers

 
Handbolti
20:24 19. MARS 2017
Viggó í leik međ Gróttu gegn ÍR á síđasta tímabili.
Viggó í leik međ Gróttu gegn ÍR á síđasta tímabili. VÍSIR/ERNIR
Guđmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Viggó Kristjánsson var markahæstur í liði Randers sem tapaði 23-17 á heimavelli fyrir Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó skoraði 6 mörk, þar af 5 úr vítaköstum. Viggó skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik en Kolding var 15-11 yfir í hálfleik.

Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Randers í seinni hálfleik. Hann varði 8 skot og var með 67% markvörslu en það dugði ekki til því sóknarmenn Randers réðu ekkert við Kasper Hvidt í marki Kolding.

Randers er á botni deildarinnar með 9 stig í 24 leikjum. Kolding er í 6. sæti með 24 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Viggó markahćstur í tapi Randers
Fara efst