Innlent

Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu

Þóra Kristín Ásgeirdóttir skrifar
Vigdís vildi ekki fara í viðtal og sagðist ekki vilja taka þátt í þessari vitleysu.
Vigdís vildi ekki fara í viðtal og sagðist ekki vilja taka þátt í þessari vitleysu. vísir
Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. Þeir báðu þingforseta að grípa til aðgerða vegna málsins sem væri gersamlega óþolandi og drægi úr virðingu þingsins.

Sjá einnig: „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur"

Málið á dagskrá þingflokksformanna

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að uppákoman á fundi fjárlaganefndar á föstudaginn var og eftirmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær þar sem formaðurinn sagðist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi, hafi verið á dagskrá fundar þingflokksformanna í morgun. Þar var óskað eftir því að forseti þingsins tæki á málinu þar sem um væri að ræða virðingu alls þingsins sem sett niður svo eftir væri tekið.

Sjá einnig: Öll spjót standa nú á Vigdísi

Setur blett á þingið allt

Helgi Hjörvar formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði að framkoma formanns fjárlaganefndar við forstjóra Landspítalans væri með öllu óþolandi. “Þetta er ekki hægt,” sagði þingflokksformaðurinn. Það setti blett á þingið allt að umræðan um fjárhag spítalans hafi verið dregin niður á þetta plan og í persónulegt skítkast, Hann sagðist mótmæla þessu eindregið og undraðist að þingmaður sem hefði sagst í kosningabaráttunni ætla að beita sér fyrir þjóðarsátt um Landsspítalann gengi fram með þessum hætti.

Vigdís Hauksdóttir var ekki viðstödd umræðuna. Þegar Stöð 2 náði tali af henni sagðist hún vera á fundi með meirihluta fjárlaganefndar. Hún vildi ekki fara í viðtal og sagðist ekki vilja taka þátt í þessari vitleysu og „fara niður á sama plan” og þessir þingflokksformenn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×