Erlent

Vígasveitirnar hirtu vopnin af kúrdum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Liðsmenn Íslamska ríkisins gramsa í vopnasendingu
Liðsmenn Íslamska ríkisins gramsa í vopnasendingu Vísir/ap
Liðsmenn Íslamska ríkisins birtu í gær myndband, þar sem þeir sjást gramsa í vopnasendingum ætluðum Kúrdum.

Bandaríkin vörpuðu í vikunni vopnum niður til Kúrda í Sýrlandi, sem áttu að nota þau til þess að berjast við vígasveitirnar sem herjað hafa á bæinn Kobani undanfarið. Vopnin voru sögð komin frá ráðamönnum Kúrdahéraðanna í Írak.

Ekki var annað að sjá en myndbandið væri ekta. Þar sést að vígasveitirnar hafi náð að minnsta kosti einni vopnasendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×