Lífið

Vígalegur í hlutverki lærisveins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrsta stiklan úr sjónvarpsþáttunum A.D. er komin á netið en íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með eitt hlutverkanna í þáttunum.

Jóhannesi bregður tvisvar fyrir í stiklunni en þættirnir eru framleiddir af Mark Burnett og verða frumsýndir vestan hafs á næsta ári.

Í seríunni leikur Jóhannes lærisveininn Tómas og verður við tökur á seríunni í Marokkó fram í miðjan desember.

Í viðtali við Lífið á Vísi fyrir stuttu spjallaði Jóhannes um seríuna.

„Þessi sería einblínir á þá sem eftir voru eftir krossfestingu Jesú. Þarna eru þessir ellefu gæjar, við vitum hvað varð um Júdas, og nú þurfa þeir að díla við þetta. Rómverjarnir og Kaífas og félagar eru ekkert á leiðinni að láta þá sleppa og það er svolítið spennandi flóttamannaelement í þessu. Af þessum ellefu eru sex sem eru í aðalhlutverki og ég leik einn af þeim. Tómas, Matthew og Símon eru svolítið þríeyki í þessu og eru oft saman í einhverjum vandræðum.“


Tengdar fréttir

Hoppar á milli húsþaka og hrindir fólki

"Ég dreg í raun bara línuna við það ef mér finnst eins og ég gæti dáið – þá geri ég þetta ekki,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur.

"Það er fjarveran frá börnunum sem er verst“

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson dvelur nú í Marokkó við tökur á sjónvarpsseríunni A.D. Þó lífsreynslan sé skemmtileg og gefandi blossar heimþráin upp á kvöldin.

Í þrjá mánuði í Marokkó

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er farinn af landi brott til að leika í bandarískum sjónvarpsþáttum. Þættirnir verða teknir upp í Marokkó og dvelur Jóhannes þar í landi fram í miðjan desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×