Enski boltinn

Viera: Ánægður þar sem ég er

Dagur Lárusson skrifar
Patrick Viera er goðsögn hjá Arsenal.
Patrick Viera er goðsögn hjá Arsenal. vísir/getty
Patrick Viera, fyrrum fyrirliði Arsenal og nú stjóri New York City, segir að það sé algjör heiður að vera orðaður við stjórastöðu Arsenal en hann sé hinsvegar mjög ánægður þar sem hann er.

Patrick Viera var fyrirliði Arsenal í mörg ár og er að flestum talinn goðsögn hjá félaginu en hann vann ensku úrvalsdeildina með liðinu árin 1998, 2002 og 2004.

„Ég var í níu ár hjá Arsenal og því er þetta félag mjög sérstakt fyrir mér,“ sagði Viera í viðtali við útvarpsstöðina WNYE.

„En það er þó ekki nóg til þess að ég geti stýrt liðinu, þú þarft meira en það.“

Viera kom til Arsenal árið 1996, sama ár og Wenger, en hann spilaði 371 leik fyrir félagið og skoraði 32 mörk og var hann auðvitað hluti af liðinu sem fór í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik.

Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 til þess að taka við unglingaliði Manchester City en hann tók síðan við New York City árið 2016.

„Ég er alltaf mjög stoltur af því að vera orðaður við það að taka við mismunandi liðum. Það er mjög gott fyrir þitt sjálfstraust, en á sama tíma þá verð ég að segja að ég er mjög ánægður þar sem ég er.“

„En við munum sjá hvað gerist á næstu árum,“ sagði Viera.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×