Enski boltinn

Vieira tilbúinn ef kallið kemur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vieira er að gera það gott með New York FC.
Vieira er að gera það gott með New York FC. vísir/getty
Arsenal-goðsögnin Patrick Vieira segist vera tilbúinn til þess að taka við liði Arsenal af Arsene Wenger ef félagið hefur áhuga á því að ráða hann í vinnu.

Vieira segist þó ekki hafa heyrt frá Arsenal og bendir á að hann eigi enn eftir að klára tímabilið með New York City í MLS-deildinni. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið árið 2016.

Arsenal er í sinni fyrstu þjálfaraleit í 22 ár og nafn Vieira er eitt af þeim fyrstu sem kom upp í umræðunni um arftaka Wenger.

Vieira var fyrirliði Arsenal hjá Wenger er liðið var afar sigursælt.

„Ef spurningin er hvort ég sé tilbúinn í svona verkefni þá er svarið já. Ég get samt sagt heiðarlega frá því að Arsenal hefur ekki verið í sambandi,“ sagði Vieira en hann hefur verið að standa sig vel í bandaríska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×