Erlent

Viðurkennir nánast ósigur fyrir Corbyn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Owen Smith.
Owen Smith. Nordicphotos/AFP
Owen Smith, annar frambjóðenda í formannskosningum Verkamannaflokks Bretlands, nánast viðurkenndi ósigur sinn í baráttunni í gær. „Ég mun ekki þjóna í ráðuneyti Jeremys,“ sagði Smith og vísaði þar til mótframbjóðanda síns, núverandi formannsins Jeremys­ Corbyn. Athygli vakti að Smith sagði „mun ekki“ í stað þess að segja „myndi ekki“. Ummælin lét hann falla á blaðamannafundi.

Kosningunum er nú lokið en niður­stöður verða kynntar á morgun. Skoðanakannanir benda til stórsigurs Corbyns. Samkvæmt meðaltali nýjustu kannana er Corbyn með um tuttugu prósentustiga forskot á Smith. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×