Innlent

Viðurkenndi skemmdarverkin í Gufuneskirkjugarði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Eins og sjá má er ljótt um að litast þar sem bílar keyrðu yfir leiði í garðinum.
Eins og sjá má er ljótt um að litast þar sem bílar keyrðu yfir leiði í garðinum. MYND/HELEN SIF/HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR
„Það er búið að upplýsa annað atvik af tveimur. Hann hringdi hingað sá sem ók bílnum og gaf sig fram,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, en helgispjöll voru unnin í Gufuneskirkjugarði um jólin.

Þórsteinn segir ökumanninn hafa sagt að klaufaskapur hafi ráðið för, en tjónið sem hann olli er töluvert. „Hann í raun tók þarna rangar ákvarðanir og álpaðist í einhver vandræði og festi bílinn,“ segir hann. „En hann sér eftir þessu, tvímælalaust, og hefur boðist til að bæta tjónið,“ bætir hann við en segir það ekki liggja fyrir hversu mikill kostnaðurinn verður.

Málið verður sent lögreglu og hvetur Þórsteinn alla þá sem telja sig hafa vitneskju um hver það var sem ók hinu ökutækinu að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. „Það er stærra ökutæki, er marka má hjólförin,“ segir Þórsteinn.


Tengdar fréttir

Leggja fram kæru vegna skemmdanna

„Ég held ekki að þetta hafi verið ætlunarverk neins og ætla engum að vera svo illa þenkjandi að svo geti verið,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×