Erlent

Viðtal við skopmyndateiknarann Luz: „Fyrst sá ég blóðug fótspor“

Atli Ísleifsson skrifar
Luz segist hafa verið heppinn að hafa ekki verið drepinn í árásunum þann 7. janúar.
Luz segist hafa verið heppinn að hafa ekki verið drepinn í árásunum þann 7. janúar.
„Fyrst sé ég blóðug fótspor. Síðar gerði ég mér grein fyrir því að þetta var blóð félaga minna,“ segir skopmyndateiknarinn Luz í átakanlegu sjónarpsviðtali við Vice, aðspurður um daginn þegar tíu starfsmenn franska blaðsins Charlie Hebdo voru drepnir að morgni 7. janúar síðastliðinn.

Luz mætti á skrifstofurnar og sá þá lík fjölda félaga sinna og samstarfsmanna. „Ég sá að það var fólk á gólfinu. Bökin þeirra. Ég sá vin minn á gólfinu, andlit hans sneri niður. Það sem er sérstakt er að þú getur aldrei undirbúið þig undir eitthvað svona.“

Fréttastofa Vice hitti Luz í íbúð hans í París, en Luz hefur notið lögregluverndar síðustu vikurnar eftir árásirnar. Luz átti að vera á ritstjórnarfundinum þar sem tíu starfsmenn blaðsins voru skotnir til bana. „Ég var heppinn. Þetta var afmælisdagur minn, 7. janúar, og ég var uppi í ásamt eiginkonu minni, lengur en ég hafði ætlað mér. Hún hafði komið afmælisköku, kerti, kaffi. Þetta var frábært. Og ég varð of seinn á fundinn.“

Luz segir að þegar hann hafi mætt á skrifstofurnar hafi fólk sagt sér að fara ekki inn þar sem tveir vopnaðir menn hafi nýverið farið þar inn. „Við reyndum að skilja hvað hafi nákvæmlega gerst. Við gátum ekki farið inn, við fundum á okkur að eitthvað var að, og svo heyrðum við fyrsta skotið.“

Luz teiknaði forsíðu tölublaðs Charlie Hebdo sem kom út í nokkrum milljónum eintaka. Á forsíðunni var mynd af Múhameð spámanni.

Sjá má viðtalið við Luz í spilaranum hér að neðan. Viðtalið er á tekið á frönsku en textað yfir á ensku. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×