Innlent

Víðtæk leit að ferðamanni á Reykjanesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arkadiusz Pawel Maciag
Arkadiusz Pawel Maciag
Víðtæk leit hefur staðið í alla nótt á Reykjanesi að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem er í heimsókn hjá vinafólki hér á landi.

Fólkið fór að svipast um eftir honum seint í gærkvöldi, en þar sem það bar ekki árangur hófst formleg leit upp úr miðnætti og taka hátt í hundrað björgunarsveitarmenn þátt í henni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á svæðið í nótt til að miða út farsíma mannsins, sem leiddi til þess að leiltarsvæðið hefur verið þrengt. Það er nú austur af flugvallarsvæðinu og í grennd við Sandgerði.

Af og til hefur náðst símasamband við hann og vitað er að hann er orðinn kaldur og slæptur, en hann getur ekki gefið greinargóða lýsingu á staðháttum.

Ljósmyndin sem fylgir fréttinni er síðan 2009 og hefur hann grennst talsvert síðan þessi mynd var tekin. Pawel er klæddur í svartan jakka, svartar buxur og svarta skó, hann er einnig mjög snöggklipptur.

Pawel er að öllum líkindum á Keflavíkursvæðinu.Maðurinn er dökkhærður og dökklæddur og biður lögreglan á Suðurnesjum alla þá sem kunna að hafa orðið varir við hann að láta sig vita í síma 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×