Viðskipti innlent

Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
WOW air hefur fjölgað áfangastöðum á árinu og það virðist skila sér í auknum hagnaði.
WOW air hefur fjölgað áfangastöðum á árinu og það virðist skila sér í auknum hagnaði. Vísir
Rekstrarhagnaður WOW air án afskrifta á fyrstu mánuðum þessa árs var 1,8 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra var 200 milljóna rekstrartap hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Tekjur WOW air á öðrum ársfjórðungi námu um 7,7 milljörðum króna sem er 93 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var 800 milljónir samanborið við 465 milljóna króna tap árið 2015. Þá var hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi 400 milljónir króna samanborið við 185 milljóna króna tap á öðrum ársfjórðungi árið 2015. 

„Á öðrum ársfjórðungi flugu 354 þúsund farþegar með WOW air sem eru aukning um 106 prósent á milli ára. Sætanýtingin jókst á milli ára og var 86 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016 samanborið við 81 prósent á öðrum ársfjórðungi 2015. Sætanýtingin batnaði þrátt fyrir 113 prósent aukningu í framboðnum sætiskílómetrum,“ segir í tilkynningu frá WOW air.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×