Viðskipti innlent

Viðskipti með skuldabréf Reykjanesbæjar stöðvuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
vísir/gva
Nasdaq Iceland hf. hefur ákveðið að stöðva viðskipti með skuldabréf Reykjanesbæjar, auðkenni RNB 08 1. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar, en þar segir jafnframt að frekari upplýsingar verða veittar síðar.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Reykjanesbær hefði gefið lánardrottnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF), frest þar til á morgun, 5. febrúar, til að ganga að tillögu bæjarins um afskriftir skulda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gangi það ekki eftir sé bænum nauðugur einn kostur að óska eftir því við innanríkisráðuneytið að það skipi fjárhagsstjórn yfir sveitarfélaginu sem tæki yfir stjórn fjármála Reykjanesbæjar.

Samþykkt var að senda bréfið á fundi bæjarráðs síðasta föstudag með atkvæðum þriggja fulltrúa meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í gær engin viðbrögð hafa borist við bréfinu enda fresturinn ekki runninn út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×