Viðskipti innlent

Viðskiptaþing 2016: Ræður forsætisráðherra og formanns Viðskiptaráðs í beinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur Davíð á Viðskiptaþingi í fyrra.
Sigmundur Davíð á Viðskiptaþingi í fyrra. Vísir/GVA
Viðskiptaþing 2016 fer fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Aðalræðumenn þingsins eru Ajay Royan, framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðsins Mithril Capital Management, og Amy Cosper, ritstjóri Entrepreneur Magazine.

Meðal annarra ræðumanna á þinginu eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, og Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður Haga og prófessor við London Business School.

Sýnt verður beint frá ræðum forsætisráðherra og formanns Viðskiptaráðs í spilaranum hér að neðan. Ræða Hreggviðs hefst um klukkan eitt. Hlé verður síðan á útsendingu þar til ræða Sigmundar Davíðs hefst um klukkan þrjú.

Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður með þátttöku leiðtoga þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×