Erlent

Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Kúbu

Bjarki Ármannsson skrifar
Penny Pritzker, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.
Penny Pritzker, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Penny Pritzker, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, er um þessar mundir stödd á Kúbu til að ræða viðskiptabann Bandaríkjamanna gegn Kúbverjum.

Frá því að Bandaríkin og Kúba lýstu því yfir í fyrra að til stæði að efla stjórnmálasamband milli þjóðanna tveggja, hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti ýtt á eftir því að viðskiptabanninu verði aflétt en Repúblikanar, sem ráða yfir meirihluta þingsins, hafa sett sig upp á móti því.

Pritzker er háttsettasti bandaríski embættismaðurinn sem heimsækir Kúbu frá því að John Kerry utanríkisráðherra heimsótti höfuðborgina Havana í júlí síðastliðnum til að opna á ný bandarískt sendiráð í borginni.

Pritzker mun á morgun funda með viðskipta- og iðnaðarráðherrum Kúbu um bannið en á undanförnum vikum hefur ýmis konar hömlum á starfsemi bandarískra fyrirtækja í Kúbu verið aflétt.

Fyrstu viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Kúbu var komið á árið 1960 vegna meintra mannréttindabrota kommúnistastjórnarinnar þar í landi.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×