Innlent

Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Jóhannesson er einn stofnanda flokksins.
Benedikt Jóhannesson er einn stofnanda flokksins. Vísir/Stefán
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins.

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir að skrifstofa flokksins verði til húsa í Ármúla í Reykjavík, rétt fyrir ofan Orkuhúsið. „Við búum okkur nú undir það að flytja inn og vonumst til að það verði sem fyrst. Það fer svolítið eftir því hvernig okkur gengur að búa skrifstofuna.“

Flokkurinn auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir fundarstólum, ísskáp, kaffivél, eldhúsáhöld, glös, bolla, hnífapör og fleira í þeim dúr og hvetur alla sem eru aflögufærir um að leggja flokknum lið.

Benedikt segir spennandi tíma framundan. „Nú ætlum við að halda áfram stefnumótuninni og undirbúningi kosninga með ýmsu móti með því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum.“

Hann segir flokkinn stefna að því að bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum á næsta ári. „Við finnum það að það er orðinn meiri þungi í starfinu og því er mikilvægt fyrir okkur að hafa samastað og aðstöðu.“

Á næstu dögum opnum við húsnæði Viðreisnar sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á okkar vegum. Við hlökkum mikið til að...

Posted by Viðreisn on Monday, 8 February 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×