Innlent

Viðræður fara á fullt aftur eftir helgarfrí

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi funda í Ráðherrabústaðnum í dag.
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi funda í Ráðherrabústaðnum í dag. vísir/eyþór
Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hittust ekki í gær eins og áformað var, en hlé var gert á fundum síðdegis á föstudag vegna haustfundar Miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fór fram á föstudag og laugardag.

Formennirnir töluðu hins vegar saman í síma og settu sér fyrir heimavinnu sem þau unnu hvert í sínu lagi. Viðræðum verður fram haldið í dag og hittast formennirnir nú fyrir hádegi í Ráðherrabústaðnum.

Enn er unnið að því að hnýta lausa enda í málefnasamningi flokkanna en beðið verður með viðræður um skiptingu ráðuneyta þar til í lok viðræðna þegar málefnasamningur flokkanna liggur fyrir.

Búast má við að viðræðum ljúki ekki fyrr en undir lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×