Erlent

Viðræðum um kjarnorkuáætlun framhaldið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Bandarísk stjórnvöld segja að viðræður um kjarnorkusamning við Íran sé í gangi. Frestur til að ná samkomulagi rann út á miðnætti í nótt en að sögn talsmanns Hvíta hússins hefur hann verið framlengdur fram á fimmtudag. Bandaríkjastjórn segist þó ætla að draga sig úr viðræðunum ef þær þróist þær ekki frekar.

Utanríkisráðherrar stórveldanna og Írana hafa fundað sleitulaust í sautján daga, án árangurs. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, sagðist í dag sannfærður um að drög að rammasamkomulagi myndi nást.

Ekki eru allir bjartsýnir en háttsettir fulltrúar Bandaríkjamanna á fundinum segja langt í land.


Tengdar fréttir

Funda áfram um kjarnorkuáætluna Írana

Þrátt fyrir að hafa fundað í sautján daga gátu utanríkisráðherrar stórveldanna og Írana ekki komist að samkomulagi um kjarnorkuáætlun Íran í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×