Innlent

Viðhorf almennings hefur breyst gagnvart stómaþegum

Stómasamtök Íslands fagna 35 ára afmæli um þessar mundir.

Jón Þorkelsson hafði verið veikur af sáraristilbólgu í þrettán ár áður en hann fór í aðgerð árið 1995, þar sem hann fékk garnastóma. Hann fer í sund þrisvar í viku og segist fagna því þegar fólk spyr hann um pokann. „Yfirleitt er ekkert með þetta en það eru kannski aðallega lítil börn sem eru að horfa á þetta og benda. Pabbinn sem er í klefanum dregur þau kannski til baka og skammar þau pínulítið. En það er ekki rétta aðferðin. Rétta aðferðin bara að einhver kæmi og spyrði.“

Sonja Magnúsdóttir veiktist fyrst 15 ára gömul þar sem smáþarmur sprakk og hún dó í skamma stund. Nokkrum árum síðar greindist hún með sáraristilbólgur og fékk garnastóma í kjölfarið af því. Sonja á 4 mánaða gamlan son en segir hún stómann ekki hafa haft nein áhrif á meðgöngu eða fæðingu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×