Innlent

Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla og sérsveit réðust inn í húsnæði við Keilugranda á áttunda tímanum í kvöld.
Lögregla og sérsveit réðust inn í húsnæði við Keilugranda á áttunda tímanum í kvöld. vísir/eyþór
Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að innbrot stæði þar yfir. RÚV greinir frá því að lögreglan og sérsveitarmenn hafi verið kölluð út vegna málsins.

Í ljós kom að um var að ræða mann sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæðinu og var hann handtekinn vegna gruns um húsbrot.

Fram kemur á vef RÚV að lögregla hafi brugðist við með öllum tiltækum mannafla eftir að tilkynning barst um innbrotið, en fréttastofa hefur ekki náð tali af lögreglu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×