Erlent

Viðbúnaðarstig í Noregi aftur í eðlilegt horf

Atli Ísleifsson skrifar
Sérstakri vopnaðri gæslu á helstu flugvöllum og lestarstöðvum verður hætt og landamæragæsla færð í eðlilegt horf.
Sérstakri vopnaðri gæslu á helstu flugvöllum og lestarstöðvum verður hætt og landamæragæsla færð í eðlilegt horf. Vísir/Getty
Norska lögreglan hefur ákveðið að draga enn frekar úr viðbúnaðarástandi þar í landi vegna upplýsinga um yfirvofandi hryðjuverkaárásar sem tilkynnt var um í síðustu viku.

Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar síðdegis í dag. Viðbúnaðarstig er nú það sama og var áður tilkynnt var um hryðjuverkaógnina, að sögn NRK.

Sérstakri vopnaðri gæslu á helstu flugvöllum og lestarstöðvum verður hætt og landamæragæsla færð í eðlilegt horf.

Mikill viðbúnaður hefur ríkt í Noregi frá því í síðustu viku eftir að lögreglunni bárust upplýsingar um að Noregur væri hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna með tengsl við sýrlenska öfgahópa.


Tengdar fréttir

Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn

Íslendingar hafa hringt í sendiráðið í Ósló til að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað. Íslenski sendiherrann hvetur fólk til þess að kynna sér upplýsingar frá norskum stjórnvöldum áður en það fer. Ekki sé ástæða til að vara við ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×