Innlent

Viðbrögðin komu útvarpsstjóra á óvart

Freyr Bjarnason skrifar
Magnús Geir Þórðarson.
Magnús Geir Þórðarson. Vísir/STefán
„Það má segja að það kom okkur á óvart hvað viðbrögðin voru mikil,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri spurður út í viðbrögð almennings við stöðvun bænalestursins á Rás 1. Margir voru óánægðir með ákvörðunina sem leiddi til þess að hún var afturkölluð í gær.

„Það er ánægjulegt að finna að þetta skiptir marga miklu máli og okkar markmið er auðvitað að hlusta á hlustendur okkar og áhorfendur. Við reynum að taka mark á fólki og vera í þjónustuhlutverki og með þessu erum við að bregðast við því,“ segir Magnús Geir.

Í yfirlýsingu sem Magnús Geir og Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, sendu frá sér í gær vonuðust þeir eftir því að sættir næðust.

„Vonir okkar standa til þess að með því að fastar hugvekjur og bænir verði áfram á dagskrá Rásar 1 megi skapa sátt um þær aðgerðir sem fram undan eru til að efla rásina,“ sögðu þeir í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×