Viðskipti innlent

Viðbótarafli skilar 24 milljörðum í þjóðarbúið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Friðriksson er komið úr leit.
Árni Friðriksson er komið úr leit.
Hafrannsóknarstofnun leggur til að leyfilegur hámarkskvóti í loðnu á yfirstandandi vertíð verði aukinn um 320 þúsund tonn. Hann fari úr 260 þúsundum í 580 þúsund. Mælingum Hafrannsóknarstofnunar, sem hófust þann 5. janúar síðastliðinn, er lokið. Verðmæti þess kvóta, verði hann allur veiddur, er liðlega 24 milljarðar króna.

Mælingar Hafrannsóknarstofnunar hófust út af Vestfjörðum og náðu allt austur fyrir land. Í upphafi veðursins var veður mjög gott og aðstæður til mælinga góðar, en þá gerði óveður og varð rannsóknarskpið Árni Friðriksson að leita vars í 5 daga. Því varð að endurtaka mælingar á því svæði sem búið var að tannsaka og byggja niðurstöður mælinga sem gerðar voru á Árna Friðrikssyni dagana 17. – 29. janúar.

Samkvæm tútreikningum sem byggja á mælingunum er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969 þúsund tonn. Í ljósi aflareglu um að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar og á grundvelli ofangreindra mælinga í janúar leggur Hafrannsóknarstofnun til að leyfilegur hámarskafli verði 580 þúsund tonn að meðtöldum þeim afla sem þegar hefur verið veiddur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×