Fótbolti

Viðar Örn skoraði í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Örn í landsleik.
Viðar Örn í landsleik. vísir/epa
Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum fyrir Malmö sem vann 3-2 sigur á Hammarby í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni.

Romuo Cabral kom Hammarby yfir eftir stoðsendingu frá Arnóri Smárasyni á þriðju mínútu, en Viðar Örn jafnaði á tíundu mínútu.

Anders Christiansen kom svo Malmö yfir áður en fyrri hálfleik lauk.

Magnus Wolff Eikrem kom svo Malmö í 3-1 á 73. mínútu, en Erik Israelsson minnkaði muninn tveimur mínútum síðar.

Nær komust Hammarby ekki, en lokatölur urðu 3-2 sigur Malmö sem er jafn Norrköping á toppi deildarinnar. Hammarby er í þrettánda sætinu.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu allan leikin fyrir Hammarby og sömu sögu má segja af Kára Árnasyni og Viðari hjá Malmö.

Rúnar Már Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson spiluðu allan leikinn í 3-1 tapi Sundsvall gegn Elfsborg á heimavelli í sömu deild.

Sundsvall komst yfir, en Viktor Prodell gerði tvö mörk og Marcus Rohden gerði eitt fyrir Elfsborg sem tryggði sér sigurinn.

Sundsvall er í sjötta sætinu með fimmtán stig, en Elfsborg er í fjórða sætinu einnig með fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×