Fótbolti

Viðar Örn náði ekki að skora og Vålerenga tapaði heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson Mynd/Heimasíða VIF
Viðar Örn Kjartansson og félagar í Vålerenga töpuðu 1-2 á heimavelli á móti Odd í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Odd styrkti fyrir vikið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Viðar Örn náði ekki að skora í leiknum og bæta við mörkin sín 25 sem hann hefur skorað í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Selfyssingurinn hefur aðeins kólnað niður eftir frábæra byrjun og er "bara" með eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum eftir að hafa skorað 24 mörk í fyrstu 22 leikjunum.

Viðar átti samt mikinn þátt í marki Ghayas Zahid á 79. mínútu leiksins en hann minnkaði þá muninn í 2-1. Viðar átti gott skot sem var varið en Zahid fylgdi á eftir og skoraði í autt markið.

Viðar var nálægt því að skora sjálfur á 34. mínútu leiksins en André Hansen, fyrrum markvörður KR-liðsins, varði þá mjög vel frá honum úr teignum. Viðar vildi einnig fá víti í seinni hálfleiknum en dómari leiksins var ekki sammála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×