Fótbolti

Viðar Örn ekki á förum: Fjölmiðlar að reyna að búa til frétt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar hefur skorað sex mörk fyrir Maccabi Tel Aviv.
Viðar hefur skorað sex mörk fyrir Maccabi Tel Aviv. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson er ekki á leið frá Maccabi Tel Aviv eins og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum ytra. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net.

Viðar Örn gekk um mitt síðasta ár og hefur síðan þá skorað sex mörk í alls fimmtán leikjum fyrir ísraelska liðið. Hann var áður á mála hjá Malmö í Svíþjóð og varð runar sænskur meistari með liðinu í haust.

Sænski vefmiðillinn Fotbollskanalen fullyrti í frétt í gær að forráðamenn Maccabi Tel Aviv væru óánægðir með Viðar Örn og að þeir vildu selja hann. Það væri aðeins spurning um hversu mikið þeir fengju fyrir hann, var fullyrt og vísað í ísraelska fjölmiðla.

„Nei, langt í frá,“ sagði Viðar Örn í samtali við Fótbolta.net. „Mér líður mjög vel hérna og reikna með að vera hérna lengi,“ sagði hann enn fremur.

Viðar Örn segist að það hafi náðst af honum mynd að spjalla við umboðsmanninn sinn og að það hafi verið komið í fjölmiðla korteri síðar.

„Úr því varð til frétt um að ég væri óánægður hér og vildi fara og þeir fullyrtu að ég væri á leiðinni til Belgíu. Þannig þetta voru bara fjölmila að reyna að búa til frétt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×