Fótbolti

Viðar og Sölvi bikarmeistarar í Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir með bikarinn í leikslok.
Strákarnir með bikarinn í leikslok. skjáskot/instagram-síða Viðars

Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson urðu í morgun kínverskir bikarmeistarar með liði sínu Jiangsu Guoxin-Sainty, en þeir unnu Shanghai Shenhua í síðari leik liðanna, 1-0.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en liðin mættust í morgun í Shanghai. Sammir skoraði sigurmarkið á 109. mínútu leiksins, en framlengja þurfti leikinn eftir að báðir leikirnir enduðu með markalausu jafntefli.

Shanghai Shenua er með stjörnur í sínu liði á borð við Tim Cahill, fyrrum leikmaður Everton, og Demba Ba, fyrrum leikmaður liða á borð við Newcastle og Chelsea.

Íslensku strákarnir því meistarar á fyrsta ári sínu í Kína, en þeir gengu í raðir Jiangsu fyrir þetta tímabil. Jiangsu endaði í níunda sæti deildarinnar, en skipt var meðal annars um þjálfara hjá liðinu á miðju tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×