Fótbolti

Viðar og félagar unnu en eru samt úr leik í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tal Ben Haim og Eli Dasa fagna marki með skrautlegum hætti í kvöld.
Tal Ben Haim og Eli Dasa fagna marki með skrautlegum hætti í kvöld. Vísir/EPA
Maccabi Tel Aviv vann 2-1 sigur á Dundalk í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það dugði þó ekki til að komast áfram í 32 liða úrslitin.

Maccabi Tel Aviv og FH-banarnir í Dundalk sitja eftir í riðlinum en AZ Alkmaar og Zenit Saint Petersburg komust áfram.

Zenit Saint Petersburg var öruggt með sitt sæti fyrir leiki dagsins en AZ Alkmaar komst áfram þökk sér 3-2 heimasigri á Zenit.

Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með liði Maccabi Tel Aviv en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

Tal Ben Chaim skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 21. mínútu en Dor Micha kom ísraelska liðinu síðan aftur yfir á 38. mínútu eftir að  Eli Dasa hafði orðið fyrir því að skora sjálfsmark á 27. mínútu leiksins.

Viðar Örn Kjartansson lék fimm leiki fyrir Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni og skoraði eitt mark.  Eina markið hans kom í fyrsta leiknum á móti toppliði Zenit Saint Petersburg en íslenska framherjanum tókst ekki að skora í fjórum síðustu leikjunum sínum í keppninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×