FIMMTUDAGUR 30. MARS NŢJAST 16:32

Tap og vonin um a­ komast ßfram lÝtil

SPORT

Vi­ar Ari Šfir me­ Brann

 
═slenski boltinn
11:04 22. FEBR┌AR 2017
Vi­ar Ari Jˇnsson spila­i mj÷g vel sÝ­asta sumar.
Vi­ar Ari Jˇnsson spila­i mj÷g vel sÝ­asta sumar. V═SIR/HANNA

Viðar Ari Jónsson, bakvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Brann á reynslu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fjölnismönnum en þessi öflugi leikmaður sem hefur farið á kostum undanfarin ár með Grafarvogsliðinu verður til æfinga í Bergen frá 28. febrúar til 5. mars.

Viðar Ari, sem kom upp í meistaraflokk sem sóknarmaður, sló fyrst í gegn sumarið 2015 þegar hann spilaði sem vinstri bakvörður. Hann er réttfættur og var færður yfir í hægri bakvörðinn fyrir síðustu leiktíð þar sem hann spilaði einnig mjög vel.

Viðar þreytti frumraun sína með landsliðinu í janúar þegar hann kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Kínabikarsins á móti Síle en hann var einnig valinn í hópinn sem mætti Mexíkó í Las Vegas á dögunum.

Þessi 22 ára gamli bakvörður á að baki 92 leiki með Fjölni í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins og bikarnum og hefur skorað í þeim fimm mörk, þar af eitt gullfallegt mark á móti Ólafsvíkingum á síðustu leiktíð.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / ═slenski boltinn / Vi­ar Ari Šfir me­ Brann
Fara efst