Innlent

Víða opið á aðfangadagskvöld

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nú er hægt að borða úti á jólunum.
Nú er hægt að borða úti á jólunum. Vísir/Vilhelm
Aldrei hafa jafn margir staðir verið opnir yfir hátíðarnar eins og í ár. Þetta kemur fram á yfirliti sem Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti hefur tekið saman. Í yfirlitinu kemur fram opið er á nokkrum veitingastöðum á aðfangadagskvöld.

Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu er bent á að mikil aukning hefur verið í ferðamannafjölda hér á landi í jólamánuðinum. Árið 2011 voru ferðamenn rúmlega 20 þúsund en í ár sé búist við því að þeir verði um 60 þúsund.  

„Nú geta erlendir gestir valið úr fjölda veitingastaða á aðfangadag og í ár er Harpa til dæms opin á nýársdag með fjölbreyta dagskrá fyrir erlenda gesti,“ er haft eftir Einari Bárðarsyni, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, í tilkynningu vegna þessa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×