Innlent

Víða ófært og fljúgandi hálka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er víða hálka á landinu í dag og því betra að flýta sér hægt.
Það er víða hálka á landinu í dag og því betra að flýta sér hægt. Vísir/GVA
Vegagerðin varar við því að það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Þá má einnig búast við hálku eða snjóþekju á öðrum vegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en lokað er um Fróðárheiði. Flughálka og skafrenningur er á Útnesvegi.

Þá er einnig hálka eða þæfingsfærð víða á sunnanverðum Vestfjörðum og ófært á Kleifaheiði og Klettshálsi. Á norðanverðum fjörðunum er þæfingsfærð á Gemlufallsheiði og á Flateyrarvegi en annars er víða snjóþekja. Ófært er yfir Vatnsfjarðarháls en Vegagerðin segir að hægt sé að fara fyrir Vatnsfjarðarnes.

Á vegi 60 eru umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá. Hálka eða snjóþekja á vegum er að sama skapi á Norðurlandi en ófært á Hólasandi og Dettifossvegi. Austanlands er víðast hvar hálka en snjóþekja með suðausturströndinni.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Vegagerðarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×