Innlent

Víða hálka

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Hálka er á Hellisheiði en hálkublettir eru á Mosfellsheiði, líkt og víða í uppsveitum og á útvegum á Suðurlandi. Snjóþekja er á Lyngdalsheiði.

Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Vatnaleið og á Svínadal. Þæfingsfærð og éljagangur er á Fróðárheiði annars er víða hálka eða hálkublettir. Það hefur gengið á með éljum á Vestfjörðum og þar eru víða hálka á láglendi en sumsstaðar snjóþekja eða hálka á fjallvegum.

Þæfingsfærð er á Mikladal, Hálfdán og Kleifarheiði.

Þungfært er á Þröskuldum og gert er ráð fyrir mokstri upp úr kl. 10.

Ófært er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi  er snjóþekja í Hrútafirði og á Þverárfjalli en hálkublettir á nokkrum útvegum. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði en mokstur stendur yfir.

Greiðfært er að heita má um allt austanvert landið.

Meðan frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×