Innlent

Víða hálka og hálkublettir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/GVA
Hálka er á Bláfjallavegi og hálkublettir í Kjósarskarði en annars eru vegir á Suðurlandi að mestu greiðfærir en þetta kemur fram í ábendingu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða en snjóþekja á Holtavörðuheiði.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum. Unnið er að hreinsun á veginum norður Árneshrepp og reiknað með að vegurinn verði opinn síðdegis.

Á Norðurlandi eru vegir að mestu greiðfærir en þó er hálka á Þverárfjalli og Öxnadalsheiði og hálkublettir á Vatnsskarði og Siglufjarðarvegi.

Allar aðalleiðir á Austur- og Suðausturlandi eru greiðfærar.

Akstursbann á hálendinu

Meðan frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er í gildi.



Vinna í Múlagöngum

Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×