Lífið

Við hendum alltof miklum mat

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir Vísir/GVA
„Það eru síðustu tvær kynslóðir sem fóru að henda svona rosalega af mat. Ömmur þessa hóps spyrja hins vegar hvenær fólk hafi farið að henda mat,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, starfsmaður Landverndar.

Samtökin standa fyrir Málþingi gegn matarsóun sem haldið er kl. 9 í dag í Norræna húsinu. „Nú viljum við beina spjótum okkar að birgjum og veitingastöðum. Okkur langar að vekja jákvæðar samræður og gagnrýni á þetta málefni,“ segir Sigríður, en von er á erlendum fyrirlesurum frá Danmörku og Noregi.

Sigríður segir vandamálið helst vera offramleiðslu og ofneyslu, auk þess sem sumir líti ekki á afganga sem mat. Okkur vanti hugmyndaflug og upplýsingar um réttar geymsluaðferðir. „Svo eru það þessi magntilboð. Af hverju þarf ég að kaupa tíu avókadó í neti handa tveimur?“ bætir hún við.

„Við þurfum að líta á stóru myndina og horfa á hana í alþjóðlegu samhengi. Það þurfa allir að tala saman því þetta er fjárhagslegt, umhverfislegt- og samfélagslegt vandamál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×