Fótbolti

Við erum allir eins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liðsmyndi sem er að slá í gegn.
Liðsmyndi sem er að slá í gegn. mynd/facebook
Þýskt neðrideildarlið lét breyta liðsmynd sinni til að sýna stuðning við tvö blökkumenn í liðinu sem urðu fyrir ofbeldi.

Liðið heitir Deinster og á liðsmyndinni eru leikmennirnir allir dökkir í framan.

Tveir af leikmönnum liðsins, sem eru báðir flóttamenn frá Súdan, urðu fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi í leik á dögunum.

„Vinur okkar var móðgaður og laminn af því hann er dökkur á hörund. Það er sorglegt. Ofbeldi gegn flóttamönnum er ömurlegt. Þeir Emad og Amar eru vinir okkar og við fögnum því að þeir séu með okkur,“ sagði á Facebook-síðu félagsins.

Yfir 18 þúsund manns hafa sett „like“ á færsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×