Íslenski boltinn

Við ætluðum okkur stóra hluti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ingvar Þór Kale er ekki búinn að gleyma leik Víkings og Keflavíkur í undanúrslitum bikarsins fyrir átta árum. Liðin mætast á ný í undanúrslitum bikarsins á morgun.

Keflvíkingar unnu árið 2006 öruggan 4-0 sigur og urðu seinna um sumarið bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á KR í úrslitunum. Ingvar er eini leikmaður Víkings sem er enn í leikmannahópi liðsins.

„Það var skemmtilegt að komast í úrslitin þá þótt við hefðum viljað komast í úrslit. Þegar þeir komust yfir reyndum við að færa okkur framan á völlinn gengu Keflvíkingar á lagið,“ sagði Ingvar sem er ánægður með árangurinn í sumar.

„Þetta kemur okkur ekkert svakalega á óvart, við ætluðum okkur stóra hluti og við vorum staðráðnir í því að spýta í lófana eftir fyrsta leikinn. Ég skil að þetta komi mönnum á óvart en ekki okkur leikmönnunum,“ sagði Ingvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×