FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verðlaunahátíðarinnar

LÍFIÐ

Vettel fjótastur en Hamilton fór lengst

 
Formúla 1
20:45 22. FEBRÚAR 2016
Vettel á nýja Ferrari bílnum í dag.
Vettel á nýja Ferrari bílnum í dag. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Fyrsti dagur æfinga fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 var í dag. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast allra í dag.

Ríkjandi heimsmeistari, Lewis Hamilton ók lengst allra í dag eða 156 hringi á Mercedes bíl sínum. Hann var auk þess annar fljótastur um hálfri sekúndu á eftir Vettel. 156 hringir á Barselóna brautinni jafngilda tveimur keppnum.

Einungis einu sinni var rauðum flöggum veifað og æfingin stöðvuð tímabundið. Þá missti Romain Grosjean framvænginn undan Haas bíl sínum. Annars áttu nýliðarnir, ásamt öðrum frekar vandamálalausan dag.

Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji og Valtteri Bottas á Williams fjórði.

McLaren vakti mikla athygli í dag, Jenson Button ók 85 hringi um brautina og náði sjötta besta tímanum. Á sama tíma í fyrra tókst Fernando Alonso aðeins að aka McLaren bílnum 6 hringi.

Ómögulegt er að segja nokkuð til um hvernig staða liðanna er á þessum tímapunkti, en ljóst er að ekkert lið er í stórkostlegum vandræðum með að halda bíl á brautinni. Nýliðarnir í Haas liðinu náðu að aka 31 hring, sem er býsna gott á fyrsta degi fyrir glænýtt Formúlu 1 lið.

Æfingar halda áfram á morgun og Vísir heldur áfram að fylgjast með.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Formúla 1 / Vettel fjótastur en Hamilton fór lengst
Fara efst