Formúla 1

Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír hröðustu menn dagsins: Valtteri Bottas (3.), Lewis Hamilton (1.) og Sebastian Vettel (2.)
Þrír hröðustu menn dagsins: Valtteri Bottas (3.), Lewis Hamilton (1.) og Sebastian Vettel (2.) Vísir/Getty
Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Ég er stoltur af liðinu, hvernig það tókst á við reglubreytingarnar og árangurinn talar sínu máli. Ég er spenntur fyrir keppninni á morgun sem verður jöfn,“ sagði Hamilton. Ráspólstíminn í ár var 1.22:188 en í fyrra náði Hamilton ráspól með 1.23:837.

„Við erum með góðan bíl og það er eldmóður í liðinu sem er skemmtilegt. En ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem kom Ferrari á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Singapúr 2015.

„Þriðja sæti er ekki það sem ég vil. Ég náði engum fullkomnum hring í tímatökunni. Ég ætla að einbeita mér að því að ná góðum úrslitum í keppninni á morgun. Ég er einnig mjög stoltur af því að vera hluti af þessu liðið og hvernig liðið tókst á við breytingarnar,“ sagði Valtteri Bottas.

Romain Grosjean átti góðan dag í Haas bílnum í dag.Vísir/Getty
„Það er erfitt að finna jafnvægið í bílnum. Hver smávægileg breyting gjörbreytir öllu sem tengist jafnvæginu. Ég sá þetta koma strax á æfingum í vetur. Tímatakan er skemmtilegri á þessum bílum en keppnin verður sennilega leiðinlegri en áður, sá sem kemst fyrstur inn í fyrstu beygju mun vinna á morgun,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull.

„Ég er líkamlega í lagi eftir þetta en stoltið er brotið. Ég missti bara bílinn og ég er bara feginn að þetta gerðist ekki í fyrstu lotu, svona svo ég horfi á jákvæðu hliðarnar. Ég verða að reyna að njóta þess að aka á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem setti ekki tíma í þriðju lotunni á Red Bull bílnum.

„Bíllinn er afar góður, við höfum hitt naglann á höfuðið. Það er greinilega mikil geta í bílnum. Við höfum fengið hjálp frá Ferrari og ég náði góðum hring,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti á Haas bílum.

Bein útsending frá fyrstu keppni tímabilsins hefst klukkan 4:30 á Stöð 2 Sport í fyrramálið. Keppnin verður að öllum líkindum hörð á milli Mercedes og Ferrari.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu

Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes.

Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna

Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina.

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.

Upphitunarþáttur fyrir Formúluna

Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×