SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Veszprém skorađi 50 mörk í Austur-Evrópudeildinni

 
Handbolti
19:19 06. FEBRÚAR 2016
Aron skorađi tvö af 50 mörkum Veszprém í dag.
Aron skorađi tvö af 50 mörkum Veszprém í dag. VÍSIR/EPA
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprém voru í miklum ham þegar þeir tóku á móti makedónska liðinu Zomimak Strumica í Austur-Evrópudeildinni í handbolta í dag.

Lokatölur urðu 50-16 sem þýðir að Veszprém skoraði nánast mark á mínútu. Skotnýting liðsins var einstaklega góð, eða 88%.

Aron skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar en sænski línumaðurinn Andreas Nilsson var markahæstur í liði Veszprém með 11 mörk. Mirko Alilovic varði 22 skot í markinu, eða 58% þeirra skota sem hann fékk á sig.

Veszprém er í efsta sæti Austur-Evrópudeildarinnar með 37 stig eftir 13 leiki. Vardar Skopje frá Makedóníu er einnig með 37 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en Veszprém.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Veszprém skorađi 50 mörk í Austur-Evrópudeildinni
Fara efst