MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Guardiola búinn ađ banna pizzur hjá Man City

SPORT

Veszprém skorađi 50 mörk í Austur-Evrópudeildinni

 
Handbolti
19:19 06. FEBRÚAR 2016
Aron skorađi tvö af 50 mörkum Veszprém í dag.
Aron skorađi tvö af 50 mörkum Veszprém í dag. VÍSIR/EPA
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprém voru í miklum ham þegar þeir tóku á móti makedónska liðinu Zomimak Strumica í Austur-Evrópudeildinni í handbolta í dag.

Lokatölur urðu 50-16 sem þýðir að Veszprém skoraði nánast mark á mínútu. Skotnýting liðsins var einstaklega góð, eða 88%.

Aron skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar en sænski línumaðurinn Andreas Nilsson var markahæstur í liði Veszprém með 11 mörk. Mirko Alilovic varði 22 skot í markinu, eða 58% þeirra skota sem hann fékk á sig.

Veszprém er í efsta sæti Austur-Evrópudeildarinnar með 37 stig eftir 13 leiki. Vardar Skopje frá Makedóníu er einnig með 37 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en Veszprém.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Veszprém skorađi 50 mörk í Austur-Evrópudeildinni
Fara efst