Handbolti

Veszprem fær liðsstyrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andreas Nilsson er á leiðinni til Ungverjalands.
Andreas Nilsson er á leiðinni til Ungverjalands. Vísir/Getty
Sænski landsliðsmaðurinn Andreas Nilsson hefur gengið til liðs við ungverska handknattleiksliðið Veszprem frá þýska liðinu HSV Hamburg.

Nilsson, sem leikur sem línumaður, var tvö ár í herbúðum Hamburg og skoraði 159 mörk í 92 leikjum fyrir félagið.

Veszprem hefur orðið ungverskur meistari sjö ár í röð, en íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hefur sem kunnugt er skrifað undir samning við félagið.


Tengdar fréttir

Viðræður í gangi milli Kiel og Veszprem

Aron Pálmarsson kom í viðtal í útvarpsþættinum FM95BLö á föstudaginn þar sem hann ræddi meðal annars tapið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hamburg er á leið á hausinn

Handboltaveldið Hamburg er hrunið og svo gæti farið að Meistarardeildarmeistararnir séu á leið í gjaldþrot og úr þýsku úrvalsdeildinni.

Aron búinn að semja við Veszprém

Ungverska félagið Veszprém tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að það væri búið að semja við íslenska landsliðsmanninn Aron Pálmarsson.

Hamburg fær ekki keppnisleyfi

Þýska handknattleikssambandið staðfesti í dag að stórlið Hamburg myndi ekki fá keppnisleyfi í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Aron losnar ekki fyrr frá Kiel

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar ganga samningaviðræður Kiel og Veszprém illa og lítur allt út fyrir að Aron muni leika með Kiel á næsta tímabili.

Hamburg fékk ekki keppnisleyfi

Evrópumeistarar Hamburg eru að öllum líkindum á leið í kjallarann í þýska handboltanum en félagið fékk ekki keppnisleyfi í efstu deild fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×