Viðskipti innlent

Vestmannaeyjabær fagnar áfrýjun Síldarvinnslunnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Vestmannaeyjar unnu sigur í málinu í héraðsdómi.
Vestmannaeyjar unnu sigur í málinu í héraðsdómi. Vísir/Óskar
Síldarvinnslan hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms frá því í maí í máli sem Vestmannaeyjabær höfðaði gegn félaginu í tengslum við sölu á bátum og aflaheimildum frá Vestmannaeyjum í ágúst 2012.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Síldarvinnslan keypti alla eignarhluta og aflaheimildir frá Bergi-Huginn ehf. og höfðaði sveitarfélagið málið til efnda á forkaupsrétti sínum. Kaupsamningur Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins var ógiltur í héraðsdómi.

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir að bærinn fagni og lýsi yfir fullum skilningi á því að Síldarvinnslan skuli áfrýja dómnum, enda brýnt að „leikreglur í sjávarútvegi séu skýrar.“ Einnig segir að niðurstaða hæstaréttar muni „ráða miklu um framtíð sjávarbyggða og atvinnuöryggi íbúa í sjávarbyggðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×