Sport

Vésteinn valinn þjálfari ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vésteinn og Gerd Kanter sem hann þjálfaði um árabil.
Vésteinn og Gerd Kanter sem hann þjálfaði um árabil.
Vésteinn Hafsteinsson var í gær var valinn frjálsíþróttaþjálfari ársins af sænska frjálsíþróttasambandinu.

Undanfarin ár hefur Vésteinn þjálfað sænska kringlukastarann Daniel Ståhl.

Í sumar bætti Ståhl 33 ára gamalt sænskt met er hann kastaði kringlunni 71,29 metra. Kastið er það lengsta í heiminum í fjögur ár og það níunda lengsta frá upphafi.

Ståhl vann einnig til silfurverðlauna á HM í London í sumar með kasti upp á 69,19 metra.

Vésteinn keppti sjálfur í kringlukasti á sínum tíma og fór m.a. á ferna Ólympíuleika. Hann á enn Íslandsmetið í kringlukasti, 67,64 metra.

Eftir að Vésteinn lagði kringluna á hilluna sneri hann sér að þjálfun. Hann var t.a.m. lengi þjálfari heims- og Ólympíumeistarans Gerd Kanter frá Eistlandi. Hann á þriðja lengsta kast sögunnar, 73,38 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×