Lífið

Verzlingar mættu á náttsloppum

Spéfuglinn Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, heldur áfram að etja framhaldsskólum landsins saman í spurningakeppninni sinni, Hvert í ósköpunum er svarið?



Nú er komið að seinni þætti undanúrslita og eru það Kvennaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands sem berjast um að komast í úrslit.

Í liði Kvennó eru Gylfi Tryggvason, Sóley Reynisdóttir og Þórhallur Valur Benónýsson.

Í liði Verzló eru Esther Elín Þórðardóttir, Jóhannes Bjarki Bjarkarson og Unnur Blær Konráðsdóttir.



Eins og áður er stigagjöf Nilla með undarlegra móti og fer hann um víðan völl í spurningunum þar sem lög úr Disney-myndum, Léttir réttir Rikku, Skafti og Skapti, Kiefer Sutherland og rússnesk rúlletta koma við sögu.

Í síðustu viku mættust Menntaskólinn við Hamrahlíð og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og var það MH sem hafði betur. 

Í næstu viku er því komið að úrslitaþættinum þar sem sigurvegarinn úr þættinum í dag mætir MH.



Tengdar fréttir

Brynhildur messar yfir Verzló og FSu

Þriðji þáttur átta liða úrslita í spurningakeppni Nilla. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona mætir með sjóðheita spurningu beint úr leikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×