Viðskipti innlent

Verulegar tafir um næstu mánaðamót þegar töskur verða flokkaðar handvirkt

Bjarki Ármannsson skrifar
Allar töskur sem innritaðar verða í flugferðir á Keflavíkurflugvelli verða flokkaðar handvirkt í þrjá daga um næstu mánaðamót.
Allar töskur sem innritaðar verða í flugferðir á Keflavíkurflugvelli verða flokkaðar handvirkt í þrjá daga um næstu mánaðamót. Vísir/GVA
Allar töskur sem innritaðar verða í flugferðir á Keflavíkurflugvelli verða flokkaðar handvirkt í þrjá daga um næstu mánaðamót. Mun það taka mun lengri tíma en með núverandi farangurskerfi og farþegar verða hvattir til að mæta þremur til fjórum klukkustundum fyrir flug þessa daga.

Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi Isavia í gær. Þar var fjallað um framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á flugvellinum að undanförnu og fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar.

Tafirnar um næstu mánaðamót verða vegna þess að tengja þarf saman nýjan og stærri flokkara farangurskerfis. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða daga þessir tafir munu verða en Hlynur nefndi 1. til 3. júní sem mögulegar dagsetningar.

Á fundinum kom einnig fram að Isavia vill að þeim skilaboðum verði komið til ferðamanna í sumar að mæta eigi á flugvöllinn tveimur og hálfri klukkustund fyrir flug, en ekki tveimur klukkustundum fyrir líkt og venja er fyrir. Búist er við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. 


Tengdar fréttir

Fjárfesta fyrir tuttugu milljarða

Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir fyrir þrjátíu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli á næstu tveimur árum. Samtals er um fjörutíu milljarða króna fjárfestingu að ræða á fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×