Enski boltinn

Vertonghen líkir Harry Kane við Cristiano Ronaldo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane spilaði vel í gærkvöldi.
Harry Kane spilaði vel í gærkvöldi. vísir/getty
Jan Vertonghen, miðvörður Tottenham, hrósar samherja sínum HarryKane í hástert fyrir frammistöðu hans í Evrópudeildarleiknum gegn Asteras Tripolis í gærkvöldi.

Enski U21 árs landsliðsmaðurinn skoraði þrennu í leiknum, en Erik Lamela bætti svo við tveimur mörkum í öruggum sigri Tottenham í gærkvöldi.

Kane er nú búinn að skora sex mörk í fimm leikjum, en það er eitthvað sem kemur Vertonghen ekki á óvart eftir að hafa fylgst með honum á æfingavellinum.

„Harry er ótrúlegur leikmaður og nú eru stuðningsmennirnir byrjaðir að sjá það. Ég sé þetta á hverjum degi á æfingum,“ segir Vertonghen á heimasíðu Tottenham.

„Ég er varnarmaður og hann er sóknarmaður þannig við mætumst oft á æfingum, og það er virkilega erfit að verjast honum.“

„Með hans viðhorf getur hann orðið einn besti framherji heims einn daginn. Hann er jafnákafur og maður á borð við Cristiano Ronaldo og leggur mikið á sig á hverjum degi.“

„Kane er mikill atvinnumaður. Ég elska að vinna með honum og ég vona að einn daginn fái hann eldskírn sína með enska landsliðinu. Mér finnst hann allavega einn sá besti nú þegar,“ segir Jan Vertonghen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×